Þróun Olivita

Þróun Olivita er byggð á þekkingu frá meira en 20 ára rannsóknum, með samtals um 1200 þáttakendum, prófessoranna Bjarne Østerud og Edel O. Elvevoll við Háskólann í Tromsö í Noregi. Innblásturinn að rannsóknum og þróun Olivita fékk Bjarne út frá eigin lífshagsmunum. Erfðatilhneiging til hjarta-og æðasjúkdóms í fjölskyldunni olli því að hann hóf leit að fæðubótarefni sem gæti komið í veg fyrir ótímabært andlát um aldur fram.

Hann þróaði Olivita – blöndu omega-3 fitusýra, andoxunarefna og efnasambanda sem fyrirbyggja bólgutengda sjúkdóma eins og gigt, exem og æðakölkun, en hún er einmitt bólgusjúkdómur.

Samsetning Olivita úr tveimur ólíkum náttúrulegum olíum gefur hin einstöku heilsuáhrif Olivita. Vegna almenns skorts á D-vítamíni hjá íbúum norðurslóða, sem meðal annars er talið geta haft áhrif á þunglyndi, blóðþrýsting, sjálfsofnæmissjúkdóma, ristilkrabba og beinþynningu, er einnig sett D-vítamín í Olivita.

Það má með sanni segja að Olivita sé skapað af náttúrunni og þróað í rannsóknum. Olivita er eina fæðubótarefnið sem sameinar selalýsi og ólífuolíu og er því einkaleyfisverndað.

Þú getur lesið alla söguna um þróun Olivita hér á olivita.com. Á síðunni er flettigluggi sem leyfir val á ýmsum tungumálum, meðal annars íslensku.

Rannsóknirnar sem leiddu til þróunar Olivita voru bæði gerðar á sjávarfangi og ýmsum gerðum lýsis:

Olivita á Íslandi

Olivita á Íslandi er rekið af Viðskiptaþróun ehf.